Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 171 svör fundust

Hvað merkir mánaðarheitið mörsugur?

Mörsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Hann hefst miðvikudaginn í níundu viku vetrar á tímabilinu 21.-27. desember. Honum líkur á miðnætti fimmtudaginn í þrettándu viku vetrar á tímabilinu 19.-26. janúar. Þá tekur þorrinn við. Mánaðarheitið mörsugur er nefnt í svokallaðri Bókarbót sem er ...

Nánar

Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur?

Austur er höfuðátt í kristinni trú. Það var gamall siður að þegar fólk var komið á fætur að morgni dags gekk það út undir bert loft, sneri sér til austurs og signdi sig. Kallaðist þetta að sækja daginn. Í kirkjugörðum vísa grafir einnig í austur og vestur og horfir ásjóna hins látna mót austri. Á sama hátt hafa...

Nánar

Hver er munurinn á B.A.- og B.S.-gráðu og hvað táknar skammstöfunin?

Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Frá síðari h...

Nánar

Af hverju byrja flest orð í orðabókum á s, í pétrískri orðabók líka?

Ástæða þess að svo mörg orð geta hafist á s- er líklegast sú að s, sem er óraddað önghljóð (blísturshljóð), getur staðið í framstöðu á undan öllum sérhljóðum og allmörgum samhljóðum. Þannig geta orð hafist á sérhljóðunum:sa- (saga), sá- (sál), se- (sef), sé- (séður), si- (siður), sí- (sía), so- (sog), só- (sól...

Nánar

Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?

Ekki er fullljóst hversu gamall tvínefnasiðurinn er hér á landi. Í Hauksbók, sem rituð var í upphafi 14. aldar, er þessi stutta frásögn af nafnasiðum til forna: Það er fróðra manna sögn að það væri siður í fyrndinni að draga af nöfnum guðanna nöfn sona sinna svo sem af Þórs nafni Þórólf eður Þorstein eður Þorgr...

Nánar

Hvaðan er nafn Arnarhóls komið?

Í Landnámabók segir að öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar hafi fundist „... við Arnarhvál fyrir neðan heiði“ (Landnámabók, Íslensk fornrit I, 45) og er þá átt við Mosfellsheiði að talið er. Spurningin er hvort Arnarhváll er núverandi Arnarhóll eða hvort hann hefur verið nær sjónum, þar sem nú er Arnarhólsklettur sem...

Nánar

Hver voru vinsælustu svör janúarmánaðar 2017?

Í janúarmánuði 2017 birtust 32 ný svör við spurningum lesenda. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Af fimm mest lesnu svörum janúarmánaðar voru tvö svör um jarðfræði og það kemur ekki á óvart þar sem svö...

Nánar

Hver voru vinsælustu svör janúarmánaðar 2018?

Í janúarmánuði 2018 voru birt 57 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Mest lesna svar janúarmánaðar tilheyrir nýjum flokki á Vísindavefnum sem helgaður er ártalinu 1918. Í þessum ...

Nánar

Eru til einhver séríslensk mannanöfn?

Elstu heimildir um nöfn manna sem fluttust hingað til lands og settust hér að er að finna í Landnámu. Þótt engin vissa sé fyrir því að allir þeir menn sem þar eru nefndir hafi verið til hafa þó landsmenn borið flest þessara nafna um aldir. Til Landnámu og Íslendinga sagna hafa einnig verið sótt nöfn á síðari öldum...

Nánar

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?

Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...

Nánar

Hvenær er skerpla og af hverju ber mánuðurinn það nafn?

Skerpla er nafn á öðrum mánuði í sumri. Hún tekur við af hörpu og hefst laugardaginn í 5. viku sumars, milli 19. og 25. maí. Skerpla er annar mánuður í sumri en skerpla vísar líklegast til lítils gróðurs að vori. Á þessum fallega degi í byrjun skerplu árið 2007 var þó enn snjór á Flateyri. Nafnið er ekki mjög...

Nánar

Fleiri niðurstöður